Kendall Timmons til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík hefur gengið frá ráðningu á nýjum bandarískum leikmanni og varð Kendall Timmons úr Tulane háskólanum fyrir valinu. Kendall útskrifaðist í vor og er því að hefja atvinnumannaferil sinn.

 

,,Hann er bakvörður/framherji og ætti að vera sú tegund af leikmanni sem hentar best í deildinni okkar. Það er vonandi að lukkan snúist aftur á sveif með okkur Grindvíkingum því eftir gott gengi í “ameríska lottóinu” undanfarin ár drógum við stysta stráið síðast,” skrifar Sigurbjörn Dagbjartsson á heimasíðu UMFG.