Enn syrtir í álinn hjá Grindavíkurkonum í Domino’s deildinni en liðið tapaði heima fyrir Keflavík í gær. Grindavík hefur leikið alla sína leiki eftir áramót án erlends leikmanns þar sem að Angela Rodriguez hefur ekki enn fengið leikheimild. Grindavík situr nú á botni deildarinnar með þrjá sigra þegar fimm leikir eru eftir. Haukar eru svo í næsta sæti fyrir ofan, með sex sigra.
Karfan.is fjallaði um leikinn:
Keflavík sigraði Grindavík með 87 stigum gegn 60 í 23. umferð Dominos deildar kvenna fyrr í kvöld. Eftir leikinn eru liðin enn í sömu sætum. Keflavík í 2.-3. sæti deildarinnar ásamt Skallagrím, 2 stigum fyrir aftan meistara Snæfells. Grindavík enn í neðsta sæti deildarinnar, 6 stigum fyrir aftan Hauka í 7. sætinu.
Kjarninn
Varnarleikurinn hjá Keflavík var frábær í þessum leik. Þær pressuðu grindjána allan völl og áttu svör við öllu sem Grindjánar reyndu.
Gangur leiksins
Keflavíkur stelpur byrjuðu hrikalega sterkt á fyrstu mínútum leiksins og komust í 2-11. Grindjánar komu sterkt til baka og náðu að jafna 16-16 fyrir enda fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta var allt í hag Keflavíkur þær börðust eins og ljón allan leikhlutan og það sást á stöðunni í hálfleik en þá var staðan 24-44 fyrir Keflavík. Keflavík hægði ekkert á sér í seinni hálfleik þær voru hreinlega bara miklu betri aðilinn í þessum leik, það sést greinilega að Keflavíkur stelpur séu reiðurbúnar í úrslitakeppninna.
Hetjan
Atkvæðamest fyrir Keflavík í kvöld var Birna Valgerður Benónýsdóttir. Birna skoraði 16 stig, tók 8 fráköst, stal 4 boltum og varði 3 skot á þeim 19 mínútum sem hún spilaði í leiknum.
Tölfræði leiks