Keflavík 0 – Grindavík 7

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík heldur toppsætinu í 1.deild kvenna, B riðli, eftir stórsigur á Keflavík í gær.  Lokatölur voru 7-0 fyrir Grindavík og komu öll mörkin í fyrri hálfleik.

Mörk Grindavíkur skoruðu Dernelle L Mascall (2),  Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Margrét Albertsdóttir (3) og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir.

Staðan í B riðli 1.deildarinnar er að Grindavík er með 23 stig í fyrsta sætinu, Höttur í öðru með 17 stig og Fjölnir og Völsungur með 16 stig.