Kanalausir Grindvíkingar lágu í Stykkishólmi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík lá fyrir Snæfelli 88-80 í fimmtu umferð Domino’s-deildar karla í körfubolta í gærkvöld í Stykkishólmi. Þetta var aðeins annar sigur Snæfells í vetur.

Grindavík byrjaði betur en undir lok fyrsta leikhluta sögðu heimamenn stopp. Eftir það seig á ógæfuhliðina hjá Kanalausum Grindvíkingum. Verið er að vinna í því að fá nýjan bandarískan leikmann en það kom bersýnilega í ljós í þessum leik að Grindavík þarf á slíkum leikmanni að halda sem fyrst.

Sigurður Þorsteinsson skoraði 21 stig fyrir gestina og tók 11 fráköst. Þorleifur Ólafsson átti frábæran fyrsta leikhluta en átti erfitt uppdráttar eftir því sem leið á eins og flestir í liði gestanna.

Grindvíkingar hafa unnið þrjá af fyrstu fimm leikjunum en sigur Snæfellinga var þeirra annar í vetur. 

Snæfell-Grindavík 88-80 (22-20, 20-13, 21-15, 25-32)

Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/11 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 11/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/6 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Jón Axel Guðmundsson 1/4 fráköst.

Staðan:
1. Keflavík 5 5 0 462:379 10
2. KR 5 5 0 468:402 10
3. Njarðvík 5 4 1 507:430 8
4. Grindavík 5 3 2 434:427 6
5. Þór Þ. 5 3 2 476:458 6
6. Haukar 5 3 2 461:432 6
7. Stjarnan 5 2 3 401:418 4
8. Snæfell 5 2 3 419:439 4
9. ÍR 5 2 3 430:484 4
10. Skallagrímur 5 1 4 382:442 2
11. KFÍ 5 0 5 417:472 0
12. Valur 5 0 5 388:462 0