Judóæfingar eru byrjaðar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Judóæfingar eru byrjaðar og vill nýr þjálfari júdódeildarinnar, Arnar Már Jónsson, bjóða alla velkomna á æfingar. Júdó íþróttin er ekki bara fyrir keppnisfólk heldur góð líkamsrækt, forvörn og hentar mjög vel fyrir börn sem finna sig ekki í hópíþróttum. Æfingar eru sem hér segir: 

Yngri aldur (6-14 ára) er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 17:00-17:55.

Meistaraflokkur (eldri en 14 ára) er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 18:00-19:00.