U20 ára landslið Íslands í körfuknattleik tók á dögunum þátt í Norðurlandamóti í Finnlandi og var okkar maður, Jón Axel Guðmundsson, þar í stóru hlutverki og var glæsilegur fulltrúi Grindavíkur. Liðið nældi í silfurverðlaun á mótinu eftir svekkjandi tap gegn Finnum í lokaleik. Ísland leiddi á tímabili með 20 stigum en missti forskotið niður og tapaði leiknum svo á flautukörfu.
Jón Axel var einn af betri leikmönnum íslenska liðsins og leiddi liðið í nokkrum tölfræðiflokkum. Hann var t.am. efstur í skoruðum stigum, fráköstum og stolnum boltum (18/6,3/5,7) og einnig með flest framlagsstig, eða 16. Heildar tölfræði liðsins má lesa hér. Við óskum landsliðinu og Jóni til hamingju með þennan árangur.
Karfan.is tók Jón í viðtal, sem lesa má í heild sinni á vefsíðu þeirra:
„Við Íslendingar erum að bæta leik okkar gríðarlega eins og sést erum við komnir á Eurobasket í A-landsliðinu og oft voru þjóðirnar að taka fram úr okkur á árunum u-18 og u-20 en það er ekki lengur þannig. Eina sem við erum ennþá dálitið eftir á í er styrkleiki og sprengja sem þeir hafa yfir okkur en annars erum við góðir miðað við hinar Norðurlandarþjóðirnar. Það væri gaman að fara á EM og sjá hvar við sitjum þar í U-20 ára flokknum og þá sjáum við hvar við stöndum í Evrópu sem Ísland myndi bara hafa gott af og skemmtilegt fyrir okkur leikmennina að spila á móti þessum sterkustu í Evrópu.”