Jóhann Helgi og Orri Freyr í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík hefur fengið tvo leikmenn til liðs við sig frá Þórsurum á Akureyri, þá Jóhann Helgi Hannesson og Orra Frey Hjaltalín. Báðir leikmenn voru samningslausir og koma því á frjálsri sölu til Grindavíkur. Jóhann Helgi er 27 ára og hefur leikið allan sinn feril leikið með Þór en hann hefur skorað 61 mark í 207 deildar og bikarleikjum með félaginu á ferli sínum. Orri Freyr lék með Grindavík á árunum 2004-2011 en hann verður í þjálfarateymi liðsins á komandi tímabili og einnig til taks sem leikmaður.

 

Þá er bara spurningin hvort Orri mæti með burger á bekkinn?