Jóhann Árni Ólafsson íþróttafræðingur og körfuknattleiksmaður hefur verið ráðinn frístundaleiðbeinandi hjá Grindavíkurbæ en starfið byggir á samstarfi skólans og frístunda- og menningarsviðs. Fram að þessu hafa ýmsir aðilar sinnt verkefnum í félagsmiðstöðinni og í félagslífi nemenda en nú er búið að sameina þetta í eitt starf.
Megin viðfangsefni frístundaleiðbeinanda er að leiðbeina og hafa umsjón með börnum og unglingum á aldrinum 10 – 16 ára sem sækja félagsmiðstöðina, að skipuleggja og undirbúa viðburði í félagsmiðstöðinni, að sinna fyrirbyggjandi forvörnum og sér alfarið um félagslíf nemenda í Grunnskóla Grindavíkur, stýrir störfum nemendaráðs undir stjórn skólastjóra.