Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fór fram í Eldborgarsal í Svartsengi síðastliðið þriðjudagskvöld þar sem þau parið Jóhann Árni Ólafsson og Petrúnella Skúladóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokka félagsins.
Þau skötuhjú voru lykilmenn í Grindavíkurliðunum þetta tímabilið, gular sem nýliðar og gerðu heiðarlega tilraun til þess að komast í úrslitakeppnina og gulir tóku þann stóra. Hér að neðan fer listi yfir þá leikmenn sem Grindvíkingar verðlaunuðu á sínu hófi:
Meistaraflokkur karla:
 Besti leikmaður: Jóhann Árni Ólafsson
 Mikilvægasti leikmaður: Þorleifur Ólafsson
 Besti ungi leikmaðurinn: Davíð Ingi Bustion
Meistaraflokkur kvenna:
 Besti leikmaður: Petrúnella Skúladóttir
 Besti varnarmaður: Berglind Anna Magnúsdóttir
 Efnilegasti leikmaðurinn: Jeannae Lois Figeroa Sicat
 Mestu framfarir: Jóhanna Styrmisdóttir

