Jóhann Árni og Jóhann Þór Ólafssynir þjálfa meistaraflokka Grindavíkur í körfunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar hafa gengið frá þjálfaramálum fyrir komandi keppnistímabil í meistaraflokkum karla og kvenna, en það verða nafnarnir Jóhann Árni og Jóhann Þór, sem þjálfa liðin. Jóhann Þór Ólafsson mun halda áfram með strákana, en þetta verður fjórða tímabil hans með liðið. Kvennamegin er það Jóhann Árni Ólafsson sem mun taka við stjórnartaumunum af Ólöfu Helgu Pálsdóttur, sem tók við liðinu á miðjum vetri eftir miklar hrakningar. Jóhann Árni er alls ekki ókunnur mörgum leikmönnum liðsins en hann hefur þjálfað marga þeirra í yngri flokkum Grindavíkur.

Í farvatninu er svo breytingar á leikmannahópum beggja liða og munum við flytja fréttir af þeim um leið og þær berast.

Jóhann Þór Ólafsson verður áfram við stjórnvölinn hjá meistaraflokki karla.