Grindavík lauk um helgina leik í Fótbolta.net mótinu með 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni. Þau úrslit eru óneitanlega töluverð bæting frá síðasta leik þegar liðið steinlá gegn Skagamönnum, 6-1. Óli Stefán sagði í viðtali eftir leik að veikleikar liðsins hefðu öskrað á þá eftir tapið gegn ÍA og hann hefði unnið vel í þeim með leikmönnum fyrir þennan leik.
Viðtal við Óla Stefán má sjá á vefsíðu Fótbolta.net
Það var Andri Rúnar Bjarnason sem skoraði mark Grindavíkur. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan:
Mynd: Fótbolti.net