Grindavík og HK/Víkingur skildu jöfn á Grindavíkurvelli á þriðjudaginn, en lokatölur urðu 1-1. Báðum liðum gekk illa að nýta færin sín í leiknum og engin mörk litu dagsins ljós eftir 31. mínútu þegar Rio Hardy jafnaði leikinn. Þar fóru 2 mikilvæg stig í súginn hjá Grindavík en liðið eru að berjast í neðri hluta Pepsi-deildarinnar, Grindavík í 7. sæti með 5 stig og HK/Víkingur í sætinu á eftir með 4 stig.
Grindavík var að koma úr löngu hléi en liðið skellti sér í æfingaferð til Spánar meðan hlé var gert á deildinni. Þar var æft við fyrsta flokks aðstæður en það sást sennilega á leik liðsins í gær að þær höfðu ekki spilað alvöru fótbolta í of langan tíma, og verða vonandi ferskari í næsta leik.
Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn
Viðtal við Ray eftir leik: