Íslandsmót unglinga verður haldið á Húsatóftavelli um helgina og leikið á 18 holum. Allir bestu ungu kylfingar landsins (14-21 árs) munu mæta til leiks í Grindavík. Völlurinn verður lokaður frá föstudagsmorgni og fram yfir hádegi á sunnudag.
Við viljum minna á vinavellina í nágrenninu GS – GSG og GVS. Eins eru Akranes, Borgarnes og Selfoss á góðum kjörum fyrir félagsmenn GG. En almennt gildir, ef heimavöllur kylfings er lokaður vegna móts á vegum GSÍ þá spilar viðkomandi kylfingur á hálfvirði á öllum völlum landsins.