Grindavík eignaðist fjóra Íslandsmeistaratitla í sumar, tveir komu í hús í einstaklingsíþróttagreinum og tveir í hópíþróttum. Er óhætt að segja að íþróttaárið 2013 hafi verið glæsilegt. Íslandsmeistararnir voru verðlaunaðir á kjöri íþróttamanns og íþróttakonu ársins á gamlársdag.
Á efstu myndinni eru Íslandsmeistarar Grindavíkur í meistaraflokki karla í körfubolta sem lögðu Stjörnuna að velli í oddaleik í eftirminnilegu einvígi.
Björn Lúkas Haraldsson varð Íslandsmeistari í júdó í -81 kg, U21.
Gísli Þráinn Þorsteinsson varð Íslandsmeistari í taekwondó
15-17 ára. Hann komst ekki á hófið og fulltrúi taekwondódeildar tók við viðurkenningunni í hans stað.
11. flokkur drengja í körfubolta varð Íslandsmeistari með glæsibrag. Hér taka þeir við verðlaunum sínum úr hendi formanns frístunda- og menningarnefndar.
Myndir: Guðfinna Magnúsdóttir.