Íslandsmeistarar í heimsókn í Hópsskóla

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Á sólbjörtum og fallegum mánudegi fengu „gulir og glaðir” nemendur Hópsskóla skemmtilega heimsókn. Það voru engir aðrir en nýkrýndir Íslandsmeistarar okkar í körfubolta. Þeir félagar Jóhann Árni og Davíð Ingi komu með bikarinn og spjölluðu við nemendur ásamt því að leyfa hverjum einum og einasta nemanda, alls 140, að lyfta bikarnum á loft.

Að sjálfsögðu tóku nemendur vel á móti köppunum og sungu hástöfum „ÍS-LANDS-MEISTARAR , ÍSLANDSMEISTARAR”
Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og að gefa sér tíma til að hitta og gleðja stuðningsmenn sína.