Grindvíkingar sóttu nágranna okkar í Þorlákshöfn heim í gær í Domino's deild karla. Mikil batamerki mátti greina á leik okkar manna og framan af leit út fyrir að góðar líkur yrðu á Grindvíkingar færu með sigur af hólmi. Undir lok þriðja leikhluta var staðan 61-67, Grindvíkingum í vil, en þá tók við óþægilega langur kafli þar sem Grindavík skoraði ekki eitt einasta stig. Þórsarar breyttu stöðunni í 67-67 fyrir lok leikhlutans og skoruðu síðan 13 stig til viðbótar án þess að Grindvíkingar næðu að svara.
Grindvíkingar hrukku aftur í gang þegar rúmar 4 mínútur voru til leiksloka en það var of lítið og of seint og heimamenn lönduðu að lokum sigri, 90-80. Arnar Björnsson var manna sprækastur í liði Grindvíkinga í gær og setti 29 stig, þar af voru 9 þriggja stiga körfur. Það er þó ljóst að Grindvíkingar þurfa meira framlag frá fleiri leikmönnum ef þeir ætla að vinna meira en örfáa leiki í vetur.
Umfjöllun Körfunnar um leikinn
Viðtal við Daníel Guðna aðstoðarþjálfara eftir leik