Ingvar og Hávarður unnu golfmót helgarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Opna Veiðarfæraþjónustan-mótið fór fram á Húsatóftavelli í dag og tóku alls 38 sveitir þátt í mótinu. Nokkuð hvasst var í Grindavík og sást það berlega á skorinu. Það var sveit 2 amigos skipuð þeim
Hávarði Gunnarssyni og Ingvari Guðjónssyni, félögum úr GG, sem fóru með sigur af hólmi í mótinu. Þeir léku á 65 höggum nettó og urðu einu höggi á undan tveimur sveitum sem urðu í öðru til þriðja sæti.

Gourmet, sveit skipuð þeim Helga Birki Þórissyni úr GSE og Styrmi Guðmundssyni úr GO, varð í öðru sæti á 66 höggum. Fræknir frændur, skipuð þeim Jóni Gunnari Gunnarssyni og Ágústi Ársælssyni, úr GK, urðu í þriðja sæti einnig á 66 höggum nettó en á lakari seinni níu holum.

Veitt voru nándarverðlaun á tveimur brautum. 
Á 8. braut var Davíð Arthur Friðriksson úr GG næstur holu, 3,85 metra. 
Á 13. braut var það Eyjólfur A. Gunnarsson úr GS sem var næstur holu eða 1,1 metra. 
Verðlaun í mótinu má nálgast í golfskála Grindavíkur eða með að hafa samband við gggolf@gggolf.is.