Ingunn Embla Kristínardóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna, er gestur 26. þáttar podcasts Karfan.is sem fór í loftið í morgun. Ingunn gerir upp hið ótrúlega hrakfallatímabil Grindavíkur þar sem liðið fór í gegnum 5 þjálfara, 2 erlenda leikmenn og heilan hafsjó af meiðslum.
Ingunn talar einnig um næsta tímabil og hvað er framundan hjá henni en hún talar um í viðtalinu hvað hún er ánægð í Grindavík og það sé líklegra en ekki að hún taki slaginn með liðinu í 1. deild.