Grindvíska knattspyrnukonan Ingibjörg Sigurðardóttir hefur gert 2 ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Djurgården. Ingibjörg hefur leikið með Breiðablik undanfarin ár og vakti athygli liða á erlendri grundu eftir vasklega framgöngu með landsliðinu á EM í sumar. Ingibjörg, sem fædd er árið 1997, er uppalin í Grindavík en hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki í efstu deild með Grindavík sumarið 2011.
