Grindvíska landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir mætti sem leynigestur á æfingu hjá 6. flokki kvenna á miðvikudaginn. Hún fór yfir það þegar hún spilaði með yngri flokkum í Grindavík og leiðina í landsliðið. Ingibjörg spilar í dag með Breiðabliki en hún stefnir ótrauð á atvinnumennsku erlendis. Stelpurnar fengu að spyrja hana spurninga og Ingibjörg tók síðan þátt í æfingunni með stelpunum.
