Ingibjörg með Grindavík á ný í vetur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Ingibjörg Jakobsdóttir hefur ákveðið að draga körfuboltaskóna af hillunni og leika með Grindavík í 1. deild kvenna í vetur. Ingibjörg er reynslubolti í faginu, en hún hefur leikið bæði með Grindavík og Keflavík og þá lék hún einnig í Danmörku og á fjölmarga landsleiki að baki, bæði með A-landsliðinu sem og yngri landsliðum.

Karfan.is greindi frá:

Ingibjörg Jakobsdóttir með Grindavík í vetur

Bakvörðurinn Ingibjörg Jakobsdóttir mun leika með liði Grindavíkur í 1. deild kvenna á komandi tímabili, en hún fór í barneignarleyfi fyrir síðasta tímabil. Þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gömul hefur Ingibjörg mikla reynslu. Bæði með uppeldisfélagi sínu í Grindavík og þá lék hún einnig með Keflavík 2011 til 2013. 

Ljóst er að um mikinn liðsstyrk er að ræða fyrir félagið. Áður en að Ingibjörg fór í leyfi hafði hún leikið 16 landsleiki fyrir Íslands hönd, frá árinu 2007 til ársins 2016.