Ingibjörg í úrvalsliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ingibjörg Sigurðardóttir leikmaður Grindavíkur var valin í úrvalslið á Copenhagen Invitational körfuboltamótinu sem fram fór á dögunum.  Íslenska U15 liðið stúlkna tryggði sér bronsið með frábærum 68-35 sigri á Hollandi. Ingibjörg var besti leikmaður Íslands og var valin í úrvalsliðið.

Langflestir leikmenn liðsins voru að stíga sín fyrstu skref fyrir land sitt í íslenska búningnum og óhætt er að segja að allir sem einn hafi sýnt fyrirmyndarframkomu bæði innan vallar og utan að því er segir á heimasíðu KKÍ.