ÍG tekur á móti Tindastóli í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

ÍG menn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í bikarnum í ár en í fyrstu umferð (32-liða úrslit) taka þeir á móti spútnik liði úrvalsdeildarinnar, Tindastóli, en ÍG leikur í 2. deildinni í ár. Leikurinn fer fram í Röstinni núna á laugardaginn kl. 16:30 og er frítt inn á leikinn.

Í báðum liðum eru gamlar kempur úr liði UMFG en Darrell Lewis leikur með Stólunum og Páll Kristinsson með ÍG. Við hvetjum sem flesta til að mæta á völlinn og styðja við bakið á ÍG í þessum leik.