Sunnudaginn 7. maí fer fram Reykjanesmótið í hjólreiðum sem samanstendur af 3 vegalengdum, þ.e. 32, 64 og 106 km og fer lengsta vegalengdin í gegnum Grindavík. Hjólað er upp á Festarfjall, þar er snúið við og farið aftur til baka í gegnum Grindavík (sjá kort). Þetta eru allt frekar hraðir hjólarar og má reikna með að þeir fyrstu komi til Grindavíkur um kl 10:30 og þeir síðustu fara héðan uppúr 11:40.
Götur verða ekki lokaðar en viljum við biðja ykkur að taka tillit til hjólreiðamannana þennan klukkutíma sem keppnin er hérna í bænum.
Það verður fólk á öllum gatnamótum í sýnileikavestum, þau hafa ekki heimild til að stöðva umferð en við viljum biðja ykkur að taka tillit til bendinga sem þau gefa. Með fyrirfram þökk fyrir tillitssemina.
Hjólreiðanefnd UMFG