Hjólareiðadeild UMFG stendur fyrir hjólreiðanámskeiði dagana 31. maí til 18. júní. Námskeiðið verður 9 skipti og verður verður mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Námskeiðið er fyrir alla krakka á aldrinum 10-14 ára og verður farið í helstu grunnatriði hjólreiða.
Má þar nefna:
– Hvernig á að haga sér í umferðinni
– Hvernig á að skipta um gír
– Hvernig skiptum við um dekk
– Hvernig stillum við gíra
– Og margt fleira
Námskeiðið hefst alltaf kl. 17:20 við sundlaugina í Grindavík og stendur í c.a. klukkutíma í senn.
Námskeiðið kostar 3.000 kr. sem greiðast inn á reikning 0143-26-010457 kt. 420284-0129
Skráning fer fram á netinu með því að smella hér – Allar nánari upplýsingar veitir Bjarni í síma 891-7553
Það er hjálmaskylda á námskeiðinu