Hilmir og Nökkvi flottir fulltrúar Grindavíkur á Norðurlandamótinu í Solna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Norðurlandamót yngri landsliða (U16 og U18) fór fram í bænum Solna í Svíþjóð nú á dögunum og áttu Grindvíkingar einn fulltrúa í hvoru karlaliði. Hilmir Kristjánsson var lykilmaður í silfurliði U18 liðinu en hann byrjaði alla leiki liðsins og skilaði góðu framlagi til árangurs liðsins. Það gekk ekki jafn vel hjá U16 ára liðinu en okkar maður Nökkvi Már Nökkvason átti engu að síður mjög góða leiki og leiddi liðið í nokkrum tölfræðiþáttum.

Tölfræðisíða keppninnar er mjög ítarleg og gaman fyrir áhugamenn um körfubolta að grúska í henni. Þar má t.d. sjá að Nökkvi leiddi alla leikmenn mótsins í þriggjastiga nýtingu (50%) og íslenska liðið í stolnum boltum og var með næst flest framlagsstig.

Við óskum þeim Hilmi og Nökkva til hamingju með þennan árangur. Grindvíkingar eiga svo þrjá fulltrú í U15 ára liði kvenna sem keppir á Copenhagen Invitational-mótinu í Kaupmannahöfn dagana 18.-21. júní.