Nýjustu fréttir af herrakvöldi körfunnar sem verður haldið næstkomandi laugardag má lesa hér að neðan. UMFG.is tekur enga ábyrgð á þessum orðaflaumi sem hér birtist:
„Nú hefur það verið staðfest að Jón Eðvald Halldórsson verður ræðumaður á laugardaginn kemur á Herrakvöldi körfunnar. Jón sem reyndar er Keflvíkingur eins og Sævar Sævars sem ætlar að sjá um veislustjórn er einnig svokallaður “sérfræðingur” í körfubolta. Allavega er talað við hann í körfuboltakvöldi Domino’s eins hann sé slíkur. Hann er meira að segja kynntur þannig. Jonni eins hann er sjaldan kallaður mun hafa nokkuð frjálsar hendur um hvað hann vill tala og er þar af leiðandi ekki reiknað með þetta verði gáfulegt hjá honum 🙂 Sennilega er bara best að mæta til þess að komast að því.“