Heimir þjálfar GG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Heimir Daði Hilmarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnufélagið GG um að þjálfa liðið næsta tímabil. Heimir er öllum hnútum kunnugur innan GG enda verið bæði formaður stjórnar og leikmaður. Stjórn GG býður Heimir velkominn til starfa og vill einnig þakka þeim Ray Anthony Jónssyni og Scott Mckenna Ramsay kærlega fyrir sýn störf en þeir hafa þjálfað liðið síðustu tvö tímabil og staðið sig með mikilli prýði.