Nú eru æfingar hjá öllum deildum UMFG að byrja fyrir börn frá 6-16 ára og því er ekkert til fyrirstöðu að skrá börnin inn í Nóra kerfið. Það sem foreldrar og forráðamenn þurfa að gera er eftirfarandi:
1. Fara á https://umfg.felog.is/ og skrá sig inn sem foreldri
2. Greiða æfingagjöldin í liðnum „æfingagjöld júní-des 2017″
3. Velja þá deild sem barnið ætlar að stunda æfingar hjá og skrá það inn.
Það er alltaf hægt að hafa samband við skrifstofu og fá aðstoð og tölvupóstfangið er umfg@umfg.is eða koma við á skrifstofu UMFG í íþróttahúsinu og fá aðstoð hjá Höddu sem er þar mánudaga-fimmtudaga frá kl. 14:00-17:00.