Gunnar Már Gunnarsson er nýr formaður knattspyrnudeildar UMFG, en ný stjórn var kjörin á framhaldsaðalfundi síðastliðinn sunnudag. Jónas Karl Þórhallsson, sem gegnt hefur stöðu formanns um árabil, gaf ekki áframhaldandi kost á sér á aðalfundi deildarinnar í mars og þurfti því að halda framhaldsfund. Þar var Gunnar Már einn í framboði til formanns og samþykktur samhljóða.
Stjórn knattspyrnudeildar var kosin í leynilegri kosningu þar sem sjö aðilar buðu sig fram í sex stöður. Nýja stjórn knattspyrnudeildarinnar skipa því:
Helgi Bogason, Hjörtur Waltersson (kemur nýr inn), Jón Þór Hallgrímsson, Sigurður Halldórsson, Þórhallur Ágúst Benónýsson (kemur nýr inn) og Þórarinn Ólafsson (kemur nýr inn). Fráfarandi stjórnarmenn eru þeir Almar Sveinsson, Jóhann Ingi Ármannsson og Ragnar Ragnarsson, en Ragnar hefur setið í stjórn deildarinnar í áratugi, og þakkar deildin þeim sem og Jónasi fráfarandi formanni, kærlega fyrir þeirra störf.
Varastjórn deildarinnar skipa eftirtalin: Jóhann Ingi Ármannsson, Jónas Þórhallsson, Petra Rós Ólafsdóttir, Pétur Pálsson, Ragnar Ragnarsson og Rúnar Sigurjónsson.
Nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar UMFG kampakátur að fundi loknum.