Aldursforetinn í 1. deildarliði ÍG, Guðmundur Bragason, gerði sér lítið fyrir og hirti 29 fráköst þegar ÍG mætti ÍA í 1. deildinni um helgina. Guðmundur skoraði jafnframt 9 stig en stórleikur hans dugði skammt því ÍG tapaði með 12 stiga mun, 72-84.
Skotnýting Guðmundar var reyndar slök en hann hitti úr 19% skota sinna.
ÍG lenti snemma undir og staðan í hálfleik var 45-28, ÍA í vil. ÍG tókst að jafna metin um miðjan fjórða leikhluta en hélt ekki út og ÍA landaði sigri. Stigahæstir hjá ÍG voru Haraldur Jón Jóhannesson með 17 stig, Hilmar Hafsteinsson með 15 og Bergvin Ólafarson 14.
Munurinn á liðunum var fyrst og fremst bandarískur leikmaður ÍA sem skoraði 25 stig.
Eftir góða byrjun hefur heldur fjarað undan ÍG í 1. deildinni. Staðan er þessi:
1. KFÍ 12 11 1 1146:926 22
2. Skallagrímur 10 7 3 872:824 14
3. Breiðablik 11 7 4 995:949 14
4. Hamar 10 6 4 902:856 12
5. ÍA 10 6 4 841:790 12
6. Höttur 10 5 5 839:823 10
7. ÍG 11 4 7 852:999 8
8. Þór A. 10 4 6 769:832 8
9. FSU 11 3 8 914:969 6
10. Ármann 11 0 11 899:1061 0