Norðurlandamót landsliða í körfuknattleik fór fram í Kisakallio í Finnlandi og er nýlokið. Nokkur ungmenni úr Grindavík komust í landsliðið en það voru þau Natalía Jenný Lucic jónsdóttir , Viktoría Rós Horne, Elísabeth Ýr Ægisdóttir, Júlía Ruth Thasaphong, Ólöf Rún Óladóttir, Bragi Guðmundsson og aðstoðaþjálfari U16 er Atli Geir Júlíusson.
Það er gaman að segja frá því að lykilleikmaður undir 16 ára liðs stúlkna á nýafstöðnu mótinu var Elísabeth Ýr Ægisdóttir.
Í fimm leikjum fyrir liðið skilaði Elísabet 9 stigum, 9 fráköstum, vörðu skoti og stoðsendingu að meðaltali í leik. Þá var hún einnig með 83% vítanýtingu á mótinu. Var hún með með þriðja hæsta meðaltal allra leikmanna á mótinu í fráköstum, sú áttunda skilvirkasta og sú fjórða hæsta í vörðum skotum.
Besti leikur hennar var 52-46 sigur á Eistlandi, með 17 stig, 7 fráköst og 2 varin skot. Það er vefurinn www.karfan.is sem greinir frá þessu.