Grindvíkingar unnu góðan sigur á Selfyssingum í gær en lokatölur leiksins voru 5-0 fyrir Grindavík. Selfyssingar áttu fá svör við leik Grindvíkinga sem léku við hvurn sinn fingur í þessum leik og mörkunum rigndi inn. Það er vonandi að þessi sigur verði liðinu gott veganesti fyrir næsta leik sem er útileikur gegn toppliði Þróttar.
Grindvíkingar fengu Selfyssinga í heimsókn í 1. deild karla í kvöld og völtuðu gjörsamlega yfir gestina.
Staðan var orðin 2-0 eftir korter þar sem Björn Berg Bryde og Alex Freyr Hilmarsson gerðu mörk heimamanna.
Hákon Ívar Ólafsson bætti þriðja markinu við undir lok fyrri hálfleiks og skoraði sitt annað snemma í síðari hálfleik, rétt áður en Alex Freyr gerði fimmta og síðasta mark leiksins.
Grindavík er í 5. sæti deildarinnar eftir sigurinn á meðan Selfoss er í 10. sæti, tveimur stigum frá Gróttu sem er í fallsæti og á leik til góða.
1-0 Björn Berg Bryde (‘9)
2-0 Alex Freyr Hilmarsson (’15)
3-0 Hákon Ívar Ólafsson (’45)
4-0 Hákon Ívar Ólafsson (’57)
5-0 Alex Freyr Hilmarsson (’59)
Mynd: Markaskorarinn Alex Freyr Hilmarsson – Fótbolti.net