Grindvíkingar sópa upp fyrrum leikmönnum KR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Kvennalið Grindavíkur í körfubolta tilkynnti um enn einn liðsstyrkinn fyrir veturinn í gær þegar Björg Einarsdóttir skrifaði undir samning við félagið. Björg lék með KR síðastliðinn vetur en KR hefur dregið lið sitt út úr keppni í úrvalsdeild þennan veturinn. Björg sem er fædd 1992 leikur sem bakvörður. Hún þykir góð þriggja stiga skytta og mun eflaust styrkja hóp Grindavíkur.

Grind­vík­ing­ar hafa þétt raðirnar umtalsvert síðustu vikur. Í gær skrifaði Helga Ein­ars­dótt­ir und­ir samn­ing við Grinda­vík, en áður höfðu þær Íris Sverr­is­dótt­ir, Lilja Ósk Sig­mars­dótt­ir og Ing­unn Krist­ín­ar­dótt­ir samið við liðið. Það verður fróðlegt að sjá hver niðurstaðan verður svo í Kanamálum, en deildin byrjar að rúlla í október.

 

Mynd: Grindavík.net