Grindvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitaleik Lengjubikarsins annað árið í röð þegar liðið bar sigurorð af KA síðastliðinn fimmtudag. Lokatölur urðu 0-1 fyrir Grindavík en það var fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson sem skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu. Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn má lesa hér. Úrslitaleikurinn fer fram mánudaginn 9. apríl kl. 19:15 en leikið verður á Eimskipavellinum í Laugardal. Andstæðingar Grindvíkinga í úrslitaleiknum verða Íslandsmeistarar Vals.
Grindvíkingar hafa leikið afar vel á undirbúningstímabilinu en á dögunum útnefndi útvarpsþátturinn Fótbolti.net Óla Stefán sem besta þjálfara undirbúningstímabilsins og Björn Berg Bryde var valinn bæði besti leikmaðurinn og besti varnarmaðurinn.