Grindvíkingar enn taplausir á heimavelli – Pepsideildin innan seilingar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar lönduðu enn einum heimasigrinum í Inkasso-deildinni um helgina þegar þeir lögðu HK, 4-0. Úrslitin gefa kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum sem einkenndist af mikilli baráttu en okkar menn settu þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum og lokuðu leiknum með glæsibrag. Grindavík er því áfram efst í deildinni með 37 stig, einu stigi á undan KA mönnum en 11 stigum á undan Keflavík sem situr í 3. sætinu. 

Draumurinn um sæti í deild þeirra bestu færist því nær og nær en enn eru þó 5 leikir eftir í deildinni en næsti leikur er útileikur á Selfossi á fimmtudaginn. 

Mörk Grindavíkur:

1-0 Alexander Veigar Þórarinsson (’39)
2-0 Andri Rúnar Bjarnason (’80)
3-0 Magnús Björgvinsson (’92)
4-0 Andri Rúnar Bjarnason (’93)

Umfjöllun fótbolta.net um leikinn

Viðtal fótbolta.net við Óla Stefán eftir leik

Mynd: Víkurfréttir