Hið sívinsæla firmamót GG var á sínum stað á milli jóla og nýárs. Tólf lið voru skráð til leiks í tveimur riðlum, en að lokum var það lið Grindarinnar sem bar sigur úr býtum eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Vísi þar sem sigurmarkið kom í blálokin, lokatölur 4-3.
Fleiri myndir frá mótinu má sjá á Facebook-síðu mótsins en Andri Páll Sigurðsson skrifaði þar eftirfarandi pistil um mótið:
Fyrir hönd GG vil ég byrja á því að þakka öllum sem mættu í dag. Eftir æsispennandi fyrsta riðil endaði Einhamar taplausir á toppnum og Grindin með 1 tap og 2 sætið i riðlinum þeirra.
Riðill 2 var ekki eins spennandi og fóru Tos Smíði nokkuð auðveldlega taplausir í gegnum riðilinn. Vísir var þar fast á hælum þeirra með 1 tap á bakinu. Í undanúrslitum lenntu Einhamars menn á móti Vísi og endaði sá leikur með nokkuð þæilegum sigri Vísis manna 4-1. Í hinum undanúrslita leiknum spiluðu Tos smíði á móti Grindinni og var sá leikur æsi spennandi og skoraði Grindin sigur markið undir lok leiks og endaði sá leikur 4-3 fyrir Grindinni. Fyrir úrslita leikinn var besti áhorfandi verðlaunaður og var það hún Ginna sem hlaut titilinn í ár. Skemmtilegasti leikmaðurinn var einnig verðlaunaður og var það enginn annar en eini leikmaður Þorbjarnar hann Bjarki Guðmundsson sem átti titilinn skilið. Þá var komið að úrslita leiknum sjálfum og spiluðu lið Vísis og Grindarinnar hörku spennandi úrslitaleik og eins og í undanúrslitunum skoruðu Grindarmenn úrslitamarkið í blá lokin og endaði leikurinn 4-3.
Eftir leik voru svo liðin verðlaunuð sem og bestu leikmenn liðana þar sem við GG menn gátum ekki ákveðið sig þá veittum við leikmanni Vísis honum Rau og Gunnari Þorsteins leikmanni Grindarinnar þau verðlaun. Á endanum vill ég þakka starfsfólki íþróttahússins öllum leikmönnum og áhorfendum takk takk fyrir æðislegt firmamót