Annað kvöld er fyrsti leikurinn í Pepsi-deildinni hjá stelpunum eftir langt landsleikjahlé. Liðið brá sér í æfingaferð í fríinu og nú er fyrir höndum mikilvægur leikur fyrir þær á morgun á Grindavíkurvelli gegn liði HK/Víkings. Mótherjarnir sitja í 9. sæti deildarinnar með 3 stig á meðan við erum í 7. sæti með 4 stig. Þarna er því um „6 stiga leik“ að ræða eins og við segjum stundum í boltanum þegar mikið liggur við.
Stelpurnar óska eftir góðum stuðningi úr stúkunni og leggur fyrirtækið Grindin sitt af mörkum og bíður ÖLLUM GRINDVÍKINGUM FRÍTT Á LEIKINN. Því er um að gera að mæta á völlinn og styðja stelpurnar til sigurs.
ÁFRAM GRINDAVÍK!