Stúlknasveit úr 5. bekk Grunnskóla Grindavík keppti á Íslandsmóti grunnskóla í skák á laugardaginn. Er skemmst frá því að segja að stelpurnar lönduðu Íslandsmeistaratitli í annað sinn, og það með nokkrum yfirburðum en þær unnu 18 skákir af 20. Afar sannfærandi sigur gegn skólum sem hafa í gegnum árin unnið allar skákkeppnir. Þetta er draumalið sem við erum með og þær eru einnig Íslandsmeistarar í fótbolta í sínum flokki og allar skákstelpur.
Á myndinni eru frá vinstri til hægri: Kristólína, Birta, Svanhildur, Ólöf og Helga Rut og Siguringi Sigurjónsson þjálfari fyrir aftan þær. Þær hafa allar æft skák frá því að þær voru í öðrum bekk í Hópskóla.