Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tryggði sér annan bikarmeistaratitil helgarinnar í jafn mörgum tilraunum í gær þegar stúlkurnar í 9. flokki lögðu nágranna okkar úr Njarðvík, 50-47, en leikurinn fór fram í Laugardalshöll líkt og aðrir úrslitaleikir helgarinnar. Elísabet Ýr Ægisdóttir fór fyrir liði Grindavíkur, en hún skoraði 11 stig, tók 6 fráköst, gaf 3 stoðsendingar, stal 3 boltum og varði 3 skot.

Karfan.is var á staðnum, með umfjöllun, viðtöl og myndasafn:

Grindavík Maltbikarmeistarar 9. flokks stúlkna!

Grindavík sigraði Njarðvík með 50 stigum gegn 47 í úrslitum Maltbikars 9. flokks stúlkna.

Fyrir leik

Í tveimur viðureignum þessara liða í vetur hafði Njarðvík haft sigur í tvö skipti. Í lið þeirra í dag vantaði þó Helenu Rafnsóttur, sem verið hefur stór hluti af þeirra velgengni.

Gangur leiks

Grindavík var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik leiksins. Vinna fyrsta leikhluta með 9 stigum, 13-4. Í öðrum bæta þær svo bara í og eru með 17 stiga forystu þegar að leikmenn halda til búningsherbergja í hálfleik, 30-13.

Atkvæðamestar í fyrri hálfleik voru Vilborg Jónsdóttir fyrir Njarðvík með 9 stig og 3 fráköst á meðan að fyrir Grindavík var það Elísabet Ýr Ægisdóttir sem dróg vagninn með 7 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Njarðvík kom svo mun betur til leiks í seinni hálfleiknum. Koma mun Grindavíkur niður í 9 stig fyrir lokaleikhlutann, 36-25. Í honum gera þær svo vel í að vinna forskotið enn frekar niður. Komast tveimur stigum næst þeim á lokamínútunum, en allt kemur fyrir ekki. Að lokum sigrar Grindavík með 3 stigum 50-47.

Tölfræðin lýgur ekki

Njarðvík tapaði 23 boltum í leik dagsins á móti aðeins 14 töpuðum hjá Grindavík.

Hetjan

Atkvæðamest í liði bikarmeistaranna í dag var áðurnefnd Elísabet Ýr Ægisdóttir, en hún skoraði 11 stig, tók 6 fráköst, gaf 3 stoðsendingar, stal 3 boltum og varði 3 skot á þeim 29 mínútum sem hún spilaði.

 

Tölfræði

Myndasafn


Umfjöllun / Davíð Eldur

Viðtal / Ólafur Þór

Myndir / Bára Dröfn