Grindavíkurstelpur steinlágu í Stykkishólmi

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavíkurstelpur steinlágu fyrir Snæfelli í Stykkishólmi í úrvalsdeildinni í körfubolta með 30 stiga mun, 85-55. Grindavík náði sér aldrei á strik og það kom í ljós strax í fyrsta leikhluta að heimastúlkur voru óviðráðanlegar.

Lykilmenn í Grindavíkurliðinu náðu sér ekki á strik, vörnin var slök og aðeins 15% nýting í þriggja stiga skotunum. Þá er bara að læra af þessum leik og einbeita sér að næsta stórleik sem er gegn Keflavík.

Snæfell-Grindavík 85-55 (23-14, 22-14, 17-11, 23-16)

Grindavík: Lauren Oosdyke 16/10 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 12/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 11, María Ben Erlingsdóttir 6/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Helga Rut Hallgrímsdóttir 2/4 fráköst, Hrund Skuladóttir 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Alda Kristinsdóttir 0.