Grindavíkurmót fyrir 4., 5., 6., og 7. flokk kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurmótið verður haldið í Hópinu í Grindavík helgina 12. og 13. janúar 2013. 5. og 7. flokkur spila laugardaginn 12. janúar og 4. og 6. flokkur sunnudaginn 13. janúar. Leikið er í 5 liða riðlum þannig að hvert lið spili 4 leiki.

Í 6. og 7. flokki er hver leikur 1×10 mín og spilað á 2 völlum samtímis með 7 leikmönnum (6 útileikmenn og markmaður).

Í 4. og 5. flokki er hver leikur 1×20 mín og spilað á einum velli með 9 leikmönnum (8 útileikmenn og markmaður)

Kostnaður er 1.500 kr. á hvern leikmann. Innifalið í þáttökugjaldinu er Lýsi og aðgöngumiði í Sundlaug Grindavíkur.

Það er á ábyrgð forsvarsmanna að liðin séu klár þegar flautað er til leiks en spilað er eftir sömu vallarklukkunni.

Spilað er í A og B liðum og er heimilt að skrá fleiri lið. Áætlaður tími hvers liðs á staðnum er 2 klst.

Skráning í mótið er með tölvupósti á netfangið sara_hrund@hotmail.com fyrir 31. desember n.k. Nánari upplýsingar veitir Sara Hrund í síma 856-9659 eftir kl. 17.00 á daginn.

Nánari upplýsingar má sjá hér.