Grindavík tók á móti Keflavík í 32-liða úrslitum Borgunarbikar kvenna í gær hér á Grindavíkurvelli. Vindurinn hafði töluverð áhrif á leikinn en okkar konur léku undan honum í fyrri hálfleik. Það var þó ekki fyrr en í seinni hálfleik þegar liðið lék upp í vindinn að eitthvað fór að ganga og fór seinni hálfleikur nánast allur fram á vallarhelmingi Keflvíkinga. Eina mark leiksins og þar af leiðandi sigurmarkið skoraði nýr leikmaður Grindavíkur, Sashana Pete sem er nýkominn til landsins frá Jamaíku.
Stelpurnar eru því komnar í næstu umferð bikarkeppninnar en þá bætast úrvalsdeildarlið í pottinn.
Liðið vill þakka fyrir frábæra mætingu á leikinn og góðan stuðning en það voru rúmlega 200 manns á leiknum.