Grindavík vann Fjölni í fyrsta leik liðanna í úrslitaviðureign um laust sæti í Domino’s deildinni í körfubolta kvenna á næsta ári. Lokatölur urðu 72-79 en leikurinn fór fram á heimavelli Fjölnis í Grafarvoginum. Stelpurnar eru því komnar með 1-0 yfirhönd í einvíginu, en það lið sem sigrar fyrst þrjá leiki mun leika í Dominos deildinni á næsta tímabili.
Atkvæðamest fyrir Grindavík í leiknum var Hannah Louise Cook, en á tæpum 37 mínútum spiluðum skilaði hún 37 stigum og 17 fráköstum. Hrund Skúladóttir var með 16 stig og 9 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 7 stig og 4 fráköst, Elsa Albertsdóttir með 6 stig og 12 fráköst og Sigrún Elfa Ágústsdóttir með 6 stig. Frekari tölfræði leiksins má finna á vef Körfunnar hér.
Næsti leikur er hér á heimavelli og fer hann fram sunnudaginn 7. apríl kl. 17:00