Grindavíkurkonur tryggðu sér fyrstu þrjú stig sumarsins í gær þegar þær lögðu Hauka í nýliðaslag, 2-1. Grindavík var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hálf ótrúlegt að aðeins eitt mark liti dagsins ljós. Hin brasilíska Thaisa De Moraes Rosa Moreno tryggði sigurinn með marki á 71. mínútu en hún var í algjöru lykilhlutverki í gær og tók við fyrirliðabandinu þegar Bentína fór meidd af velli undir lokin.
Næsti leikur Grindavíkur er útileikur gegn KR á miðvikudaginn en KR konur hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í upphafi sumarins og eru enn án stiga í deildinni. Það má því búast við hörkuleik þar sem bæði lið verða staðráðin í að næla í öll stigin sem í boði verða.
Viðtal við Róbert eftir leik: