Grindavík vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir lögðu KR hér á á heimavelli í gærkvöld. Lokatölur urðu 2-1 en tapið er það fyrsta hjá Vesturbæingum í sumar. Með sigrinum komst Grindavík upp í 7. sæti deildarinnar en Grindavík, KR og Fylkir eru jöfn að stigum, öll með 5 stig eftir sigur, tap og tvö jafntefli.
Facebook síða Knattspyrnudeildar UMFG gerir leiknum góð skil og vitnar þar til fjölda umfjallana um leikinn fyrir þá sem hafa áhuga á að rýna betur í þennan sigurleik.
Til hamingju Grindavík.
Næstu leikir verða á heimavelli – Mustad-vellinum:
INKASSO: Grindavík – Afturelding. Sunnudaginn 19. maí kl. 14:00
PEPSI MAX – DEILDIN: Grindavík – Fylkir. Mánudaginn 20. maí kl. 19:15