Grindavík vann grannaslaginn við Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík vann góðan 0-2 sigur á grönnum okkar í Keflavík í Pepsi-deild karla í gær. Eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik komu Grindvíkingar miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og skoruðu tvö mörk með skömmu millibili. Fyrst var það varnarmaðurinn Björn Berg Bryde sem skallaði boltann í markið af stuttu færi á 57. mínútu og svo var það Sam Hewson sem kórónaði frábæra frammistöðu sína með marki á 62. Það var sennilega ekkert skrítið að Björn skyldi skora í þessum leik, en lék hann í gömlum skóm af markakóngnum Andra Rúnari Bjarnasyni.


Mynd: Vísir.is – Hanna

Óli Stefan Flóventsson þjálfari Grindavíkur sagði í viðtali eftir leik að Sam væri einn besti fótboltamaður á Íslandi:

„Sam er einn besti fótboltamaður á Íslandi í dag. Það er alveg með ólíkindum hvað við erum heppnir að hafa fengið hann í okkar lið. Hann er ekki bara frábær leikmaður heldur einnig afbragðs náungi. Hann skein í dag eins og aðrir.”

Skýrsla og umfjöllun fótbolta.net um leikinn

Forsíðumynd – Fótbolti.net – Tomasz Kolodziejski