Grindavík vann Aftureldingu 2-1

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurstelpur tóku á móti Aftureldingu hér á heimavelli í gær kl. 14:00. Þetta var þeirra annar leikur í Inkasso-deildinni og höfðu þær betur. 2-1 var staðan í leikslok en það var Birgitta Hermannsdóttir sem skoraði bæði mörkin, annað á 24. mínútu og hitt á 87. mínútu. Staðan í deildinni er sú að Grindavík er í 6. sæti en efst eru Þróttur og Augnablik jöfn að stigum.  

Næsti leikur hjá stelpunum er á föstudaginn kl. 19:15 en þá mæta þær ÍA uppi á Skaga.