Grindavík úr leik í Mjólkurbikar karla

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar féllu úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær, eftir 1-2 tap gegn 1. deildarliði ÍA hér í Grindavík. Grindvíkingar stjórnuðu leiknum framan af en gekk illa að skapa sér afgerandi færi. Gestirnir komust yfir snemma í seinni hálfleik og reiknuðu þá margir með að líf myndi færast yfir heimamenn en þeir virkuðu áfram frekar líflausir. Það var ekki fyrr en á 79. mínútu sem Aron Jóhannsson jafnaði leikinn en Skagamenn komust aftur yfir tæpum tíu mínútum seinna.

Sito fékk svo dauðafæri til að jafna í viðbótartíma en Árna Snær Ólafsson varði fast skot hans og lokatölur 1-2 fyrir Skagamenn og Grindvíkingar úr leik í bikarnum.

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn

Viðtal við Óla Stefán eftir leik: