Grindavík lauk keppni í Pepsi-deild karla þetta sumarið með sigri á Fjölni, 2-1. Sigurinn skilaði liðinu í 5. sæti deildarinnar með 31 stig, sem verður að teljast nokkuð góð niðurstaða fyrir nýliða í deildinni. Sigurmarkið skoraði Andri Rúnar Bjarnason rétt fyrir leikslok, og jafnaði þar með markametið í efstu deild, sem er 19. mörk. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Andra sem einnig var valinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum. Andri er aðeins 5. leikmaðurinn frá upphafi sem skorar 19. mörk í efstu deild.
Andri Rúnar fékk afhent Icelandairhornið eftir leik Grindavíkur og Fjölnis, ásamt því að fá eignaskjöld og ferðavinning frá Icelandair.
Forsíðumyndin sem fylgir þessari frétt er úr glæsilegu myndasafni Benónýs Þórhallssonar, sem hefur myndað flesta leiki Grindavíkur í sumar með miklum myndarbrag.
Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn
Viðtal Fótbolta.net við Andra eftir leik:
Viðtal Fótbolta.net við Óla Stefán eftir leik: